Sumarlestur
Akureyri - bærinn minn
Bóklestur
Annað af megin markmiðum námskeiðsins er að börnin lesi sér til ánægju í allt sumar. Krakkarnir
setja sér markmið í samráði við foreldra/forráðamenn um hvað þau ætla að lesa í sumar.
Hljóðbækur telja líka hjá þeim sem nýta sér þær til aðstoðar í lestri. Í hvert sinn sem börnin taka
bók á bókasafninu fá þau þátttökumiða sem þau fylla svo út og skila inn á bókasafnið í þar til
gerðan kassa. Miðinn er svo happdrættismiði en dregin verða út nokkur verðlaun á
uppskeruhátíð ,,Skoppaðu á bókasafnið” laugardaginn 27. ágúst. Miði er því sannarlega möguleiki!
Akureyri -bærinn minn.
Hitt meginmarkmiðið er að efla færni barnanna í að lesa í minjar, umhverfi, sögu og listir. Farið
verður í heimsókn í söfn og skoðunarferðir um nánasta umhverfi. Alla dagana er einnig fengist við
sköpun á fjölbreyttan hátt. Í lokin fá allir viðurkenningu fyrir þátttökuna og bókaverðlaun.
Í ár ætlum við að taka þátt í samstarfsverkefni með Van Buren District Library’s Antwerp Sunshine
Library í Mattawan, Michigan og verður það kynnt sérstaklega við upphaf námskeiðs.
Þetta er ellefta árið í röð sem Amtsbókasafnið og Minjasafnið á Akureyri standa að námskeiðinu.
Námskeiðið er ætlað krökkum Vikur í boði
Vika 1 (6. - 10. júní) kl. 09:00-12:30
sem eru að klára 3. og 4. bekk. Vika 2 (20. - 24. júní) kl. 09:00 - 12:30
Vika 3 (27. júní - 1. júlí) kl. 09:00 - 12:30
SKRÁNING
Í ár fer öll skráning á námskeiðið fram rafrænt í gegnum heimasíðu barnadeildar
Amstbókasafnsins eða heimasíðu Minjasafnsins.
Vefslóðin er www.barnastarf.akureyri.is eða http://minjasafnid.is. Á forsíðunni er vel merktur
hlekkur sem valin er og þá kemur skráningarformið upp. Hafa ber í huga að fylla þarf út alla reiti
til að hægt sé að senda umsóknina inn.
Skráningarfrestur er til 1. júní 2011 en eftir það lokast fyrir skráningarformið á netinu.
Hámarksfjöldi í hvern hóp eru 20 börn, fyrstur kemur, fyrstur fær, því er um að gera
að vera tímanlega í að skrá þátttöku.
Allar nánari upplýsingar um skráningu veitir Inga Magga barnabókavörður. Bæði er
hægt að hafa samband við hana símleiðis, númerið er 460-1257, á mánudaga frá
9:30-13:00, frá 9:30-14:00 þriðjudaga til fimmtudags og á föstudaga frá 9:00-12:00
eða með því að senda póst á netfangið ingibjorg@akureyri.is
Hlökkum til að sjá ykkur í sumarlestrinum
Inga og Sirrý
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30