Vinnuhjúaskildagur, hvað er nú það? Sögulegir íslenskir merkisdagar sem tengjast atvinnulífi eru margir. Þar á meðal er vinnuhjúaskildagur. Af þessu tilefni og sumaropnun Gamla bæjarins í Laufási munu STOÐ-vinir Minjasafnins flytja fróðleiksmola um vinnuhjúaskildaginn sunnudaginn 13. maí kl. 14 og kveðnar verða rímur í baðstofunni. Gamli bærin er opinn milli 14 og 16. og verða kaffi/kakó og lummur í Gamla prestssetrinu. Gamli bærinn í Laufási er opinn alla daga frá kl. 9-18 fram til 15. september.