Dagskráin hefst í kirkjunni kl 13:30 þar sem sr Bolli Pétur Bollason stýrir fjölskyldusamveru . Að henni lokinni verður fólk að störfum í Gamla bænum. Unnið verður úr undirstöðu matarræðis Íslendinga fyrr á öldum, mjólkinni. Kynnt verður undir hlóðum og bakaðar gómsætar lummur. Gestum og gangandi verður boðið að smakka á ýmsu góðgæti sem unnið verður í gamla bænum s.s. nýgerðri smjörklípu á heimabökuðu rúgbrauði og nýgerðu skyri. Á hlaðinu verður heypskapur í fullum gangi og danshópurinn Vefarinn stígur dans eftir að honum lýkur.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30