Hægt verður meðal annars að fylgjast með hvernig brauð var bakað á hlóðum og hvernig unnið var úr mjólkinni og lummuilmur mun fylla vita gesta á gangi í kringum nýja eldhúsið í bænum. Heyskapur verður í fullum gangi á hlaðinu og glímukappar munu takast þar á innan um heyskaparfólkið.
Veist þú hvað hlunnindi voru í kringum 1900?? Í dúnhúsinu kl 14 hefur þú tækifæri til þess að komast að því hvernig þau voru metin á Laufásjörðinni í kringum árin 1900-1930. Þar getur þú einnig meðal annars handfjatlað æðardún, séð hreiður og egg æðarfugls.
Það góðgæti sem gert verður í Gamla bænum s.s. nýgerð smjörklípa á heimabökuðu rúgbrauði og nýgert skyr verður hægt að smakka í þjónustuhúsinu. Harmonikkutónlist mun hljóma um alla sveit um leið og kræsingar úr héraði renna ljúflega niður í maga gesta.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30