Auglýsing úr óþekktu norðlensku blaði 20. desember 1857. Undirstrikanir eru vefstjóra.Fyrir hálfu þriðja ári síðan fluttist hingað með einhverjum ferðamanni úr austurlandi nýlegur hvítur vaðmála langsekkur með tvennum karlmanns fatnaði (spari og hversdags), og hefur þetta verið hjer í geymslu til þessa án þess nokkur hafi lízt eptir því; sá sem er sannur eigandi að tjeðum munum, vitji þeirra eða ráðstafi þeim það fyrsta og borgi þessa auglýsingu.Grímsstöðum við Mývatn 21. nóvember 1857