Minjasafnið á Akureyri, Punkturinn og Grasrót – Iðngarðar bjóða áhugasömum einstaklingum að koma saman og sauma eða breyta fötum fyrir öskudaginn laugardaginn 13. febrúar                frá kl. 10 – 16 í Zontasalnum, Aðalstræti 54 A. Á staðnum verður fólk til hjálpar sem saumað hefur ófáa búninga í gegnum tíðina.Trésmíðaverkstæðið í Iðngörðunum á Hjalteyragötu 20 (gamli Slippurinn) verður opið frá kl 10-16 fyrir þá sem þurfa að smíða tilheyrandi fylgihluti í tilefni af öskudeginum. Þar verða smiðir öllum til aðstoðar.