Minjasafninu barst þessi mynd í fyrradag. Hún er tekin af Jóni J. Árnasyni. Myndin gæti verið tekin í Eyjafirði eða báðum Þingeyjarsýslunum því Jón J Árnason bjó í Hörgárdal, Húsavík og að lokum á Þórshöfn. Hann virðist hafa tekið mest myndir í nágrenni sínu á hverjum stað. Ef þú veist hver sveitabærinn er og þekkir fólkið vinsamlegast hafðu samband við Hörð hordur@minjasafndid.is eða í síma 462-4162.