Hvernig á að festa skotthúfu? Snýr pilsið rétt? Eru þetta peysuföt eða upphlutur?
Þær eru margar spurningarnar sem vakna þegar þjóðbúningar eiga í hlut. Líttu við á Minjasafninu á Akureyri föstudaginn 11. nóvember milli 17-19. Þar verða þær Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari í þjóðbúningagerð ásamt Kristínu Völu Breiðfjörð á Minjasafninu á Akureyri til að veita ráðgjöf og upplýsingar um þjóðbúninga og búningasilfur.
Nú styttist í hátíðarhöldin 1. desember og upplagt að fá ráðleggingar um þjóðhátíðarfatnaðinn. Þeir sem eiga þjóðbúning eða búningahluta geta komið og fengið ráðleggingar frá Oddnýju og Kristínu Völu.
Heimilisiðnaðarfélag Íslands verður með kynningu á þjóðbúningum og námskeiðum sem hafa verið haldin í Laugalandi í Eyjafjarðarsveit frá árinu 2014 í samvinnu við þjóðháttafélagið Handraðinn.
Enginn aðgangseyrir – allir velkomnir
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30