Það verður líf og fjör í Laufási sunnudaginn 23. júní þegar Þjóðháttafélagið Handraðinn og Dansfélagið Vefarinn gæða gamla bæinn í Laufási lífi milli 14 og 17.
Fjörið hefst með sýningu spariklæddra félaga úr Dansfélaginu Vefarinn á hlaðinu fyrir framan Laufás. Þar verða sýndir þjóðdansar með tilheyrandi söngvum og jafnvel boðið upp í dans.
Á hlaðinu verða sýnd handtökin við að slá með orfi og ljá og heyið bundið eftir kúnstarinnar reglum. Á útihlóðum verður band jurtalitað og flatbrauð steikt. Innandyra verður handverksfólk að störfum. Kannski sér einhver framtíðina í kaffibollanum.
Verið hjartanlega velkomin í Laufás á fyrstu þjóðháttahátíð sumarsins.
Munið að safnapassinn gildir út árið. Ókeypis fyrir yngri en 18 ára.
Hvar: Gamli bærinn Laufás – Grýtubakkahreppi
Hvenær: sunnudaginn 23. júní kl. 14-17
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30