Fimmtudagskvöldið 22. Janúar kl 20 munu Þór Sigurðsson, safnvörður á Minjasafninu á Akureyri, og Hólmfríður Erlingsdóttir, staðarhaldari í Gamla bænum Laufási, fjalla um ýmsa þætti sem forfeður okkar notuðust við til að spá fyrir um hlutina. Þetta er því þjóðlegur fróðleikur um fyrirboða, drauma, hegðun dýra til að spá fyrir um veður og gestakomur og margt fleira. Til að krydda tilveruna í skammdeginu munu gestir geta  látið spá fyrir sér í t.d. í bolla, lófa og spil og þeir  hvattir til að taka spábollann sinn með sér.  Allir velkomnir. Aðgangseyrir er 1000 krónur. Innifalið er kaffi og með því.