Tónlistarmennirnir Kristín Sigurjónsdóttir, fiðluleikari, og Sveinn Arnar Sæmundsson organisti Akraneskirkju sem spilar á harmonium,  koma fram á þessum tónleikum. Á efnisskránni eru m.a. lög úr Íslensku söngvasafni sem oft eru nefnd “Fjárlögin”, sem Sigfús Einarsson og Halldór Jónsson gáfu út 1915, auk annars efnis. Jón Gunnar Axelsson mun síðan lesa upp ljóð sem tilheyra lögunum sem leikin verða.Aðgangseyrir er kr: 1000 Árið 1915 kom fyrsta hefti Fjárlaganna út. Útgefið af Sigfúsi Einarssyni og Halldóri Jónssyni og taldi 150 lög. Ári seinni kom annað hefti út og taldi einnig 150 lög. Þessi útgáfa var stórt skref í þá átt að efla heimilissöng á hverjum bæ þar sem hljóðfæri var til, sem oftast var harmóníum. Söngáhugi breiddist út og á mörgum sveitabæjum varð föst venja að heimilisfólkið safnaðist saman kringum stofuorgel þegar dagsverki lauk og söng þá saman nokkur lög úr lagasafni Sigfúsar.

Þetta verða heimilislegir tónleikar sem vara munu í tæpa klukkustund.