Minjasafnið á Akureyri hefur verið tilnefnt til Íslensku safnaverðlaunanna ásamt tveimur öðrum söfnum. Félag íslenskra safna og safnmanna ásamt Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráð safna, standa saman að safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem þykir skara fram úr. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi með auglýsingu í blöðum og bárust yfir sextíu hugmyndir. Í rökstuðningi dómnefndar stendur m.a.:Minjasafnið á Akureyri er eitt öflugasta byggðasafn landsins og í góðum tengslum við umhverfi sitt. Það hefur markvisst byggt upp öfluga starfsemi þar sem hin innri og þýðingarmiklu störf hafa verið unnin af alúð og samviskusemi. Það stendur fyrir metnaðarfullum sýningum í Laufási, Kirkjuhvoli á Akureyri, Nonnahúsi og víðar. Safnfræðsla, þar sem safnkennsla er í lykilhlutverki, og önnur miðlun eru til fyrirmyndar. Í tilefni alþjóðlega safnadagsins 18. maí var tilkynnt um útnefningar til Íslensku safnverðlaunanna.
Félag íslenskra safna og safnmanna ásamt Íslandsdeild ICOM, Alþjóðaráð safna, standa saman að íslensku safnaverðlaununum sem veitt eru annað hvert ár safni sem með starfsemi sinni þykir skara fram úr. Í ár var kallað eftir ábendingum frá almenningi með auglýsingu í blöðum og bárust yfir sextíu hugmyndir sem endurspeglar fjölbreytni og metnað í íslensku safnastarfi. Þrjú söfn voru valin til tilnefningar úr þessum fjölda. Mikill fjöldi góðra ábendinga barst og er ljóst að áhugaverð verkefni verða tilnefnd. Dómnefnd er skipuð fulltrúum félaganna tveggja og fulltrúa frá því safni sem síðast hlaut verðlaunin. Eftirtalin söfn eru tilnefnd til Safnverðlaunanna 2008: Byggðasafn Vestfjarða á Ísafirði, Minjasafnið á Akureyri og Safnasafnið á Svalbarðströnd. Umsögn dónefndar um þessi þrjú söfn var ítarlega og vel rökstudd.
Minjasafnið á Akureyri er eitt öflugasta byggðasafn landsins og í góðum tengslum við umhverfi sitt. Það hefur markvisst byggt upp öfluga starfsemi þar sem hin innri og þýðingarmiklu störf hafa verið unnin af alúð og samviskusemi. Það stendur fyrir metnaðarfullum sýningum í Laufási, Kirkjuhvoli á Akureyri, Nonnahúsi og víðar. Safnfræðsla, þar sem safnkennsla er í lykilhlutverki, og önnur miðlun eru til fyrirmyndar.
Safnið hefur um árabil virkjað almenning til samvinnu til að viðhalda þekkingu eldri kynslóða og notað rannsóknir á minjaumhverfinu, s.s. fornleifaskráningar, - rannsóknir og húsakannanir til vitundarvakningar um menningu byggðanna. Safnið varðveitir þúsundir muna og heimilda um minjaumhverfið og á mikið safn ljósmynda. Allt skráð með aðgengilegum hætti. Safninu hefur tekist að virkja vel áhugamannafélög, sem standa að safninu, sýna vel lifandi áhuga heimamanna og starfsfólks safnsins fyrir störfum þess. Með hinu nýja Gásaverkefni sýnir safnið hvernig hægt er að nýta minjaarfinn til vitundarvakningar um þýðingu minjastaða og sögunnar og hvernið hægt er að sameina krafta áhugahópa í starfsumhverfi safnsins um leið og styrktar eru stoðir menningartengdrar ferðaþjónustu í héraði. Minjasafnið á Akureyri er til fyrirmynar varðandi tengsl safns og samfélags.