Tónatrítl er hugljúf tónlistarstund ætluð börnum á aldrinum 0-3 ára og foreldrum þeirra. Um er að ræða 40 mínútna samverustund í söng, hreyfingu og dansi sem söngkonan og tónlistarkennarinn Ösp Eldjárn leiðir. Notast verður við íslenskar þulur og barnagælur sem og frumsamin lög og texta í bland við erlend, sem Ösp hefur þýtt og heimfært á íslenska vísu.
Tónatrítl verður í sýningarsal Minjasafnsins á Akureyri þar sem fjallað er um tónlist á Akureyri. Hver veit nema að í tríll hópnum leynist stjarna framtíðar?
Velkomin á mánudagsmorgnum:
18. júlí kl. 9:30
25. júlí kl. 9:30
8. ágúst kl. 9:30
15. ágúst kl. 9:30
Ekkert þátttökugjald - Skráning í tölvupósti á osp@ospmusic.is
Verkefnið er stutt af Barnamenningarsjóði.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30