Franski dúettinn Triskyn verður með tónleika í Minjasafnskirkjunni á Akureyri laugardaginn 3. maí og fimmtudaginn 8. maí kl. 20:30. Á tónleikunum munu þeir Jean-Marc Plessy  og  Sébastien Prats kynna glænýjan geisladisk sinn, Triskyn – the meeting of elements. Í tónlist þeirra félaga mæta ímynd einstaks landslags og náttúrulegra frumafla Íslands tónlist sem er flutt með söng og indverskri þverflautu úr bambus, afrískri fingrahörpu, vindlurk og gítar. Aðgangseyrir 1500 kr.