Skagfirski kammerkórinn heldur tónleika í Minjasafnskirkjunni laugardagskvöldið 14. júní kl 20:30.  Á efnisskránni eru þjóðlög, fimmundarlög og einnig ný lög. Þar á meðal gamalt helgikvæði og lög við 12. aldar ljóð Kolbeins Tumasonar goðorðsmanns á Víðimýri, ljóð úr Víglundarsögu, og ljóð frá Skáld-Rósu og Sigurði Hansen á Kringlumýri. Aðgangur er 1500 kr og ekki er tekið við kortum. Stjórnandi kórsins er Jóhanna Marín Óskarsdóttir