Síðasta laugardag lifnaði Gamli bærinn í Laufási við með hjálp félaga úr Þjóðháttafélaginu Handraðinn. Tekið var slátur, unnið með ull, prjónað, saumaðir skinnskór og sviðnir kindahausar svo eitthvað sé nefnt. Félagar úr Handraðnum sðyndu gestum og gangandi réttu handtökin í einstakri veðurblíðu. Við þökkum kærlega þeim gestum sem komu en ekki síst Þjóðháttafélaginu Handraðanum - án ykkar væri þetta ekki hægt!