Dagskrá:
Hermann Sausen, sendiherra Þýskalands flytur opnunarávarp.
Brynhildur Pétursdóttir, fv. safnvörður Nonnahúss : Nonni um víða veröld – Ný bók um ævi Jóns Sveinssonar og sýningar í Þýskalandi og Japan.
Ágúst Þór Árnason, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri, Stórborgarævintýri æskumanns.
Í ágúst 1870 hélt lítill drengur burt úr Fjörunni á Akureyri í ferðalag út í framandi heim. Þetta ferðalag stendur enn yfir þótt drengurinn hafi fallið frá á gamals aldri árið 1944. Bækur og ævi Jóns Sveinssonar vekja enn í dag áhuga og ástríðu hjá fólki um víða veröld, sem ferðast jafnvel frá Japan og Ástralíu til að heimsækja æskuheimili Nonna á Akureyri.
Þegar Nonni lærði að lesa varð fróðleiksfýsn hans oft áhuga á svefni yfirsterkari, foreldrum hans til mikillar armmæðu. Nonni las um framandi lönd og bókmenntir fornaldar þótt hann væri aðeins 11 ára gamall. Við lesturinn vöknuðu draumar um að ferðast um heiminn, fara í heimsreisu og þann draum lét hann rætast áttræður að aldri. Og í raun hefur heimsreisan haldið áfram.
Sýningar um ævi Nonna hafa verið settar upp í Þýskalandi og Japan og nýverið kom út bók um ævi Nonna eftir Brynhildi Pétursdóttur. Bókin er gefin út í fyrstu á þýsku sem er afar viðeigandi enda komu Nonnabækurnar fyrst út á þýskri tungu áður en þær voru þýddar t.d. á íslensku, en bækurnar hafa komið út í yfir 40 löndum á framandi tungumálum. Brynhildur mun segja frá tilurð sýninganna og hinnar glæsilegu bókar sem nú er komin út.
Sá framandi heimur sem tók á móti Jóni í stórborgum Evrópu verður Ágústi Þór Árnasyni, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri að umfjöllunarefni. Ágúst hefur gert samanburð á bók Nonna „Borgin við Sundið" og „Emil og leynilögreglumennirnir" eftir Erich Kästner í ljósi þess að báðar bækurnar marka ákveðin tímamót í frásögnum af upplifun barna/unglinga af stórborgarmenningu.
Afmælið opnar sendiherra Þýskalands á Íslandi, Hermann Sausen, en Nonnabækurnar eiga hvað dyggastan lesenda og aðdáendahóp í Þýskalandi.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30