Undanfarnar vikur hafa þau Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Kristian Guttesen dvalið í fræðimannaíbúð í kjallara Davíðshúss. Þar hafa þau nú og áður samið ljóð og sungið og ætla að leyfa gestum Davíðshúss að njóta afrakstursins og flytja ljóð sín í tali og tónum þriðjudaginn 21. júlí kl. 15.Verið velkomin! Aðgangseyrir er kr. 1.200.- (600 fyrir lífeyrisþega og frítt fyrir börn). Hægt er að kaupa árskort á kr. 3000 og fá þannig aðgang að öllum almennum viðburðum í Davíðshúsi og aðgang að hinum Skáldahúsunum, auk Minjasafnsins og Laufáss.
Þriðjudaginn 21. júlí kl. 15 Undanfarnar vikur hafa þau Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Kristian Guttesen dvalið í fræðimannaíbúð í kjallara Davíðshúss. Þar hafa þau nú og áður samið ljóð og sungið og ætla að leyfa gestum Davíðshúss að njóta afrakstursins og flytja ljóð sín í tali og tónum. Sigurbjörg er fædd 14. ágúst 1981 í Reykjavík. Hún er menntuð í kvikmynda- og handritagerð við Kvikmyndaskóla Íslands. Sigurbjörg hefur birt ljóð í vefritum og víða lesið upp úr verkum sínum.Hún gaf út fyrstu bókina sína, Mjálm, í upphafi árs 2015. Sigurbjörg mun lesa upp úr þeirri bók, ásamt óbirtum ljóðum úr næsta verki.Kristian (f. 1974) fagnar um þessar mundir 20 ára skáldaafmæli, en fyrsta bók hans, Afturgöngur, kom út árið 1995. Árið 2007 var hann tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna. Á undanförnum árum hefur Kristian lesið upp á ljóðahátíðum, bæði hérlendis og á erlendri grundu.
Úrval ljóða Kristians kemur út 21. júlí undir heitinu Eilífðir — Úrval ljóða 1995–2015, þannig að dagskrá þeirra hjóna í Davíðshúsi er eins konar útgáfuteiti. Bókin skartar 81 ljóði af ferli skáldsins og hyggst Kristian lesa upp nokkur ljóð úr bókinni.
Verið velkomin!
Aðgangseyrir er kr. 1.200.- (600 fyrir lífeyrisþega og frítt fyrir börn). Hægt er að kaupa árskort á kr. 3000 og fá þannig aðgang að öllum almennum viðburðum í Davíðshúsi
og aðgang að hinum Skáldahúsunum, auk Minjasafnsins og Laufáss.