Komdu í heimsókn á Minjasafnið á Akureyri föstudaginn 21. september milli 16 og 19 með þjóðbúninga eða búningahluta til skoðunar og mátunar. Sérfræðingar í þjóðbúningasaumi og búningasilfri verða á staðnum til ráðgjafar og ráðleggingar.
Oddný Kristjánsdóttir, klæðskeri og kennari í þjóðbúningagerð, ásamt Júlíu Þrastardóttur gullsmið, veita ráðgjöf og upplýsingar um þjóðbúninga og búningasilfur.
Út úr skápnum - þjóðbúningana í brúk! er yfirskrift verkefnis sem Heimilisiðnaðarfélagið stendur fyrir í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Markmiðið er að hvetja landsmenn til að draga fram þjóðbúninga sem víða leynast í skápum. Sérstaklega er hvatt til þess að ungar konur klæðist búningum formæðra sinna, með því flyst sá menningararfur sem felst í þjóðbúningum á milli kynslóða.
Minjasafnið á Akureyri í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélagið og Þjóðháttafélagið Handraðinn stendur fyrir viðburðinum.
Aðgangur ókeypis – Allir velkomnir.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30