Eftir viðburðarríkt afmælisár heldur rithöfundurinn og jesúítapresturinn Jón Sveinsson, Nonni, áfram að vekja verðskuldaða athygli. Fimmtudaginn 10. apríl verður á dagskrá Rásar 1 útvarpsþátturinn Íslands göfugasti sonur - Nonni og Þýskaland, eftir Arthur Björgvin Bollason. "Í þættinum er fjallað um tengsl Jóns Sveinssonar við Þýskaland, en hann samdi flestar bækur sínar á þýsku. Nokkrir samtímamenn segja frá kynnum sínum af honum og flutt gamalt viðtal við mann sem var fylgdarsveinn Nonna til Íslands á Alþingishátíðina 1930." Sjá ruv.is