Hátt í 600 manns lögðu leið sína í Laufás í blíðskaparveðri þegar hinn árlegi markaðsdagur var þar nú í byrjun ágúst. Tæplega 20 söluaðilar, sem allir voru úr héraðinu á einn eða anna hátt, komu, kynntu og seldu áhugasömum gestum vöru sína. Silfurmunir skiptu um eigendur, bændur í héraðinu seldu kartöflur, prjónaðar og heklaðar flíkur af ýmsu tagi mátti sjá á söluborðum, te  og snyrtivörur úr íslenskum jurtum og heimagert sultutau var vinsælt meðal  gestanna. Veitingar runnu ljúflega niður inni í gamla Prestshúsinu í Laufási þar sem ljúfir tónar liðu um veitingasalinn. Starfsfólk Gamla bæjarins í Laufási þakkar gestum hjartanlega fyrir góðan dag.