Í gær tóku 50 manns, börn og fullorðnir, þátt í göngunni um slóðir Nonna. Haraldur Þór, sagnfræðingur og safnkennari Minjasafnsins, leiddi gönguna. Lesið var uppúr bókum Nonna og sagt frá því hvernig bærinn leit út þegar hann bjó í Nonnahúsi og lék sér meðal annars í fjörunni.