Líturðu út eins og álfur, kanntu sögu af álfum eða huldufólki? Hefurðu gaman af leikjum eða borðar þú nammi? Hvernig skildi vera að fara í falinn hlut á safni? Tónlistarfólkið Hjalti og Lára Sóley framkalla álfa tóna í upphafi skemmtunarinnar kl. 14:20. Listakonan Ingibjörg H. Ágústdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Álfar og huldufólk, en á laugardaginn er síðasti sýningardagur. Líttu við á laugardaginn milli 14 og 16. 

Það er Stoðvinir, vinafélag Minjasafnsins, sem stendur fyrir fjölskylduskemmtuninni í samvinnu við starfsfólk safnsins og Ingibjörgu H. Ágústdóttur. Eins og alltaf í skemmtunum sem Stoðvinir, stendur fyrir eru það börn og fjölskyldur sem eru í fyrirrúmi. Í ár má segja að um huldufólks þema sé að ræða enda síðasti sýningardagur sumarsýningarinnar Álfar og huldufólk.

Hægt verður að skyggnast í hulduheima, kíkja í álfaspegilinn til að sjá hvort þú líkist hulduverum?Ekki er allt sem sýnist því búið er að fela nokkra hluti sem þarf að finna til að geta tekið þátt í lukkuleiknum. Þá verður farið í Gása-bingó og hægt að koma sér fyrir hjá afa og ömmu til að hlusta á álfa og huldufólkssögur. Kaupmaðurinn verður afar glaður ef einhver heimsækir hann til að fá laugardagsnammi, en hann lumar á kramarhúsi með gamaldags nammi! EKKI GÖMLU NAMMI!

Tónlistarfólkið Hjalti og Lára Sóley leika við hvern sinn fingur og framkalla álfa tóna í upphafi skemmtunarinnar kl. 14:20. Listakonan Ingibjörg H. Ágústdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Álfar og huldufólk, en á laugardaginn er síðasti sýningardagur.

Fróðleg og forvitnileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna á MINJASAFNINU Á AKUREYRI fyrsta vetrardag laugardaginn 22.október milli kl 14-16. Enginn aðgangseyrir og því upplagt fyrir krakkana að taka mömmu og pabba, afa og ömmu, frænkur og frændur með á safnið.