Það er Stoðvinir, vinafélag Minjasafnsins, sem stendur fyrir fjölskylduskemmtuninni í samvinnu við starfsfólk safnsins og Ingibjörgu H. Ágústdóttur. Eins og alltaf í skemmtunum sem Stoðvinir, stendur fyrir eru það börn og fjölskyldur sem eru í fyrirrúmi. Í ár má segja að um huldufólks þema sé að ræða enda síðasti sýningardagur sumarsýningarinnar Álfar og huldufólk.
Hægt verður að skyggnast í hulduheima, kíkja í álfaspegilinn til að sjá hvort þú líkist hulduverum?Ekki er allt sem sýnist því búið er að fela nokkra hluti sem þarf að finna til að geta tekið þátt í lukkuleiknum. Þá verður farið í Gása-bingó og hægt að koma sér fyrir hjá afa og ömmu til að hlusta á álfa og huldufólkssögur. Kaupmaðurinn verður afar glaður ef einhver heimsækir hann til að fá laugardagsnammi, en hann lumar á kramarhúsi með gamaldags nammi! EKKI GÖMLU NAMMI!
Tónlistarfólkið Hjalti og Lára Sóley leika við hvern sinn fingur og framkalla álfa tóna í upphafi skemmtunarinnar kl. 14:20. Listakonan Ingibjörg H. Ágústdóttir verður með leiðsögn um sýninguna Álfar og huldufólk, en á laugardaginn er síðasti sýningardagur.
Fróðleg og forvitnileg skemmtun fyrir alla fjölskylduna á MINJASAFNINU Á AKUREYRI fyrsta vetrardag laugardaginn 22.október milli kl 14-16. Enginn aðgangseyrir og því upplagt fyrir krakkana að taka mömmu og pabba, afa og ömmu, frænkur og frændur með á safnið.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30