Safnið hefur ekki lagst í vetrardvala þótt úti sé veður vont. Nýverið opnaði jólasýning safnsins Göngum við í kringum... og í vikunni verða tveir aðventuviðburðir.
Laugardaginn 14. desember verður upplestur á ljóðum úr Svörtum fjöðrum í Davíðshúsi. Húsið verður opið frá 11 til 16 og er upplagt að líta inn þó ekki nema til að hlusta á eitt ljóð úr þessari vinsælustu ljóðabók allra tíma. Hópur bæjarbúa og góðir gestir ætla að lesa og syngja ljóðin.
Aðgangur er ókeypis í Davíðshús.
Þriðjudagskvöldið 17. desember verður Aðventukvöld í Nonnahúsi og Minjasafninu frá kl. 19-21 þar sem félagar úr þjóðháttafélaginu Handraðinn ásamt starfsfólki safnsins skapa jólalega stemningu í söfnunum. Aðgangur er aðeins 1000 kr. en ókeypis fyrir fullorðna í fylgd með börnum.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30