„Oft hefir það verð brýnt fyrir mönnum, af ýmsum læknum, hve óholt sé að heilsast og kveðjast með kossi. Sá ósiður mun og mjög vera að leggjast niður, sem betur fer, en mikið vantar þó á, að hann sé alveg úr sögunni. Það ber t.d. oft við þegar margir eru í kaupstað, að sjá má fjölda karlmanna kyssast, að eg tali ekki um blessað kvenfólkið, sem margt virðist enn þá elska mjög kossana. ... Það er sérstaklega vegna sóttnæmishættu sem kossarnir ættu að leggjast niður, en svo eru einnig margir sem er fátt ver við í daglegri umgengni en að þeir séu kystir. Finst það bæði leiðinlegt og ógeðslegt – fyrir utan sóttnæmis- og sýkingarhættuna.“Og hana nú!