Hörður Geirsson, sérfræðingur ljósmyndadeildar Minjasafnsins, tók um helgina mynd sem ekki væri í frásögur færandi nema af því að hann notaði aðferð sem ekki hefur verið notuð í 125 ár. Þessi aðferð að taka mynd á votplötu kallar á flókna efnafræði auk þess sem Hörður þurfti að læra ljósfræði uppá nýtt vegna linsanna, sem eru frábrugnar þeim sem eru í venjulegri myndavél, auk þess sem umgengnin við myndavélina sjálfa skiptir sköpum. Mikill undirbúningur hefur staðið yfir hjá Herði til þess að gera þetta að veruleika því smíða þurfti bæði færanlegt myrkaherbergi og myndavél. það tekur um hálftíma eða jafnvel klukkustund að taka hverja mynd með þessari aðferð.Til að fræðast meira um þetta er hægt að lesa viðtal við Hörð í Vikudegi 17. febrúar 2011.