Síldartunnur á Oddeyrartanga. Háa húsið með kvistinum er Norðurpóll, Gránufélagsgata 57, eða Nordpolen eins og stóð á húsinu. Það var byggt 1907 og rifið 1979. Þekktastir eigendur þess fyrstu árin voru Magnús Þórðarson og Sigríður Ingimundardóttir. Í þessu fallega og reisulega húsi var gisting og greiðasala og voru útlendingar, sérstaklega Norðmenn, þar tíðir gestir á síldarárunum 1910-1920. Húsið til hægri er Gránufélagsgata 53, byggt 1916-1918, kallað Litla-Reykjavík. Fyrsti eigandi þess og sá sem lét byggja það var Elías Stefánsson útgerðarmaður. Hann réð hóp kvenna úr Reykjavík til þess að salta síld á Tanganum á sumrin og var þetta hús heimili þeirra þann tíma. Þess vegna fékk húsið þetta nafn og ber það enn í dag. Syðst á Tanganum er uppsátur skipa.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30