Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri þriðjudaginn 3. apríl 2007
kl. 18 að Aðalstræti 58, á Akureyri
Mætt voru: Kristján Ólafsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Guðrún María Kristinsdóttir einnig var mættur Valtýr Sigurbjarnason frá Héraðsnefndinni.
Formaður bauð alla velkomna, sérstaklega Valtýr og skipaði Guðrúnu Kristjánsdóttir fundarritara.
1. Ársreikningar:
Reikningar lagðir fram og farið yfir þá
Samþykktir
2. Endurskoðuð fjárhagsáætlun 2007:
Í ljósi þess að fjárhagsstaða eftir uppgjör er ekki jafn góð og við var búist og styrkur frá Héraðsnefnd hefur lækkað um 3 milljónir var endurskoðuð fjárhagsáætlun lögð fram. Þar sem búið er að fara vel yfir og skera niður allt sem hægt er, þrátt fyrir það er staðan sú að um það bil 3 milljónir vantar til að endar nái saman þetta rekstrarár.
Umræður voru um hvernig hægt væri að auka tekjur safnsins t.d. með því að taka gjald fyrir safnakennslu eða hvort sveitarfélög væru tilbúin til að hækka aftur styrkinn svo ekki þurfi að draga en frekar úr starfsemi safnsins.
3. Aðalfundur Minjasafnsins verður 26.apríl.
Rætt var um að gera aðalfund safnsins stærri og viðameiri en verið hefur t.d. með því að senda öllum sveitarstjórnarmönnum á svæðinu bréf og hvetja þá til að mæta og vera t.d. með erinda og áhugaverðafyrirlestra.
4. Guðrún María gerði grein fyrir gestafjölda í söfnunum og hvernig hann hefur verið að aukast undanfarin ár. Mikil fjölgun varð á milli ára 2005 og 2006 og er það verulega ánægjulegt.
5. Iðnaðarsafnið
Gert er ráð fyrir að tekjur af Iðnaðarsafninu verði ca. 1 milljón sem er talsvert minna en undanfarið. Best væri að gera samning við Iðnaðarsafnið um ákveðinn tímafjölda sem væri innifalinn og ef þjónustan verður meiri en það að þá verði greitt sérstaklega fyrir þá tíma.
6. Önnur mál.
Minjasafnið sendi skipulagsnefnd bréf fyrr í vetur með athugasemdum við deiliskipulag á lóðinni að Aðalstræti 62
Bréf barst frá skipulagsnefnd þar sem leyft var að byggja á lóðinni þrátt fyrir athugasemdir frá Minjasafninu.
Lagt fram bréf (minnispunktar) um Gamla spítalann eða Gudmanns Minde.
Óskar hússtjórn eftir því að fulltrúi Minjasafnsins hafi umboð til að sitja í nefnd sem undirbýr nýjan samning við Akuraeyrarbæ um framtíð húsins.
Einnig óskar hússtjórn eftir því að stjórn Minjasafnsins taki afstöðu til þess hvort Minjasafnið er tilbúið að koma að rekstri safneiningar í húsinu og þá með hvaða hætti
Stjórn Minjasafnsins heimilar Hönnu Rósu að sitja í nefndinni en tekur ekki afstöðu til aðkomu safnsins að rekstri í húsinu að svo stöddu
Lagt til að óska eftir fundi með bæjarstjóra til að ræða um stefnu í safnamálum og nauðsynlegt að vera búin að því fyrir aðalfund.
Guðrúnu Maríu falið að panta tíma hjá bæjarstjóra.
Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 19:45
Fundargerð rituð eftir minnisblaði
Guðrún Kristjánsdóttir
-fundarritari-
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30