Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri miðvikudaginn 3. október 2007
í Minjasafninu Aðalstræti 58. Akureyri.

 

Mætt voru Kristján Ólafsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Margrét S. Jóhannsdóttir, Guðrún María Kristinsdóttir safnsstjóri og Hanna Rósa Sveinsdóttir sem sér orðið um bókhald fyrir Minjasafnið. Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna og sérstaklega Hönnu Rósu Gjörðir fundarins voru 
  1. Farið var yfir 7 mánaða uppgjör Minjasafnsins. Tekjur vegna aðgangseyris hafa dregist saman um 45% frá fyrra ári að öðru leiti er allur rekstur í góðu jafnvægi.  Sömu sögu er að segja um tekjur í Laufási þær eru um 63% af innkomu síðasta árs Velta menn því fyrir sér hvað valdi hvort köldu sumri er um að kenna, leita verður leiða til að auka tekjur safnsins. Fomaður þakkaði Guðrúnu Kristjánsdóttur fyrir aðstoð við Hönnu Rósu við gerð þessa uppgjörs einnig þakkaði safnstjóri þeim báðum Guðrúnu og Hönnu Rósu fyrir þeirra störf. Hanna Rósa gekk af fundi eftir þennan lið.
  2. Boðað var til þessa fundar til að ákveða hvort breyta ætti rekstrarþáttum safnsins en ákveðið var að halda áfram í óbreyttri mynd til áramóta
  3. Önnur mál: ákveðið var að fá Kjartan Lárusson á næsta fund stjórnar sem  verður haldinn miðvikudaginn 7. nóvember n.k.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð send fundarmönnum í tölvupósti til yfirlestrar og athugasemdar.                                                Margrét S. Jóhannsdóttir                                                       -fundarritari-