Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri miðvikudaginn 7. nóvember 2007.
Mætt voru:
Kristján, Baldvin, Guðrún Kr., Margrét, Ragnheiður, Kristín Sóley kynningarstjóri Minjasafnsins, Guðrún safnstjóri. Gestur fundarins var Kjartan Lárusson frá Markaðsskrifstofu ferðamála á Akureyri.
Gjörðir fundarins voru:
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna, sérstaklega Kjartan Lárusson.
- Formaður spurði hvernig við getum fjölgað gestum á Minjasafnið. Sagði Kjartan að gert hefði verið átak í Lapplandi til að gera söfn lifandi þannig að gestir fengju að snerta hluti, og yrðu þáttakendur í sýningunum.
Guðrún safnstjóri benti á að Minjasafnið er illa staðsett gagnvart farþegum skemmtiferðaskipa.
Kjartan sagði frá því að víða í bæjarfélögum erlendis er hátíð í bæ þegar skip koma. Bærinn á að vera með skemmtiferðastrætó sem ókeypis er í, vera með hljómsveit, söng eða einhverja uppákomu til að skemmta ferðamönnum. Benti hann á að gott væri að dreifa bæklingum safnsins til allra gististaða á svæðinu, fá þessa aðila til að taka bæklinginn inn til sín og mæla með safninu, að þarna sé sagan okkar.
Rætt var um skort á aðdráttarafli fyrir börn, og í því sambandi nefndur sá möguleiki að hafa hestakerru, sjávardýr í kari, sagnabrunn, eða eitthvað sambærilegt einstakt.
Kjartan sagði hópa ferðamanna vera þrenns konar: skipafarþega, ferðamenn í rútuferðum og fólk á bílaleigubílum. Sagði hann að leiðsögumenn hefðu talsvert um það að segja hvaða staðir eru heimsóttir í hópferðum.
Nú vék Kjartan af fundi og Kristín Sóley einnig, en áður en hún fór þakkaði formaður henni fyrir vel unna viðskiptaáætlun vegna uppbyggingar á Gásum. Kristín Sóley mun athuga hvort Minjasafnið getur sem sjálfseignarstofnun gerst aðili að sjálfseignarstofnun um Gásakaupstað.
- Undirbúningur fyrir Héraðsnefndarfund 14. nóv. næstkomandi.
- Önnur mál, Guðrún kom með þá tillögu að stjórn og starfsfólk færi á tónleika með Garðari Cortez í Íþróttahöllinni þann 8. des. nk. Var það samþykkt.
Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 12. nóv. kl. 18. Formaður sleit fundi.
MJ/gk