Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri 12. september 2007
haldinn í Minjasafninu Aðalstræti 58.
Fundinn sátu: Kristján Ólafsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Margrét S. Jóhannsdóttir og Guðrún María Kristinsdóttir safnvörður, þá sat fundinn undir fyrsta lið Valtýr Sigurbjarnarson framkvæmdastjóri Héraðsnefndar Eyjafjarðar.
Gjörðir fundarins voru:
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna:
Valtýr Sigurbjarnarson mætti á fundinn til fara yfir skýrslu RHA, Samvinnu sveitarfélaga í Eyjafirði. Farið var yfir þá þætti er lúta að skipulagi safnamála í Eyjafirði og hugsanlegum breytingum á fjárhagslegri umsýslu safnsins. Þ.e. á þá lund að safnið verði sjálfstæðara í öllum ákvörðunum, leggi fram fjárhagsáætlanir og boði fulltrúa sveitarfélaganna árlega á fund þar sem farið verði yfir áætlunina til samþykktar án afskipta Héraðsnefndar. Með því gæti fengist betri umræða um stöðu safnamála í héraði.
Ef einhverjar breytingar verða, verður að breyta stofnskrá Minjasafnsins. Þegar stjórnin hefur markað sér stefnu í þessu máli verður stefnt að fundarröð með sveitarstjórnum eða fulltrúum þeirra til kynningar á þeim breytingum sem hugsanlega verða í þessum málum. Valtýr vék af fundi eftir þennan lið
Gestatölur sumarsins fyrir Minjasafn og Lausás:
Guðrún María safnstjóri fór yfir gestatölur í Minjasafninu og Laufási alls eru gestir orðnir 26.392 en voru 33.610 allt árið 2006. Ljóst er að gestir bæði í Minjasafninu og Laufási verða færri á þessu ári en á árinu 2006. Athuga þarf hverju er um að kenna og hvaða hópar það eru sem skila sér ekki t.d. hvort um innlenda eða erlenda ferðamenn sé um að ræða hvort veður hafi áhrif og fl.
Fjárhagsstaða:
Fjárhagsstaða Minjasafnsins er í eðlilegum farvegi allir reikingar greiddir, Hanna Rósa er tekin við bókhaldi safnsins og stefnt er að því að mjög fljótlega verði hægt að sjá fyrstu 6 mánuði ársins og sjá hver staðan hefur verið þá.
Gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008:
Lögð fram drög að fjárhagsáætlun fyrir árið 2008.
Eigin tekjur nema kr. 13.166.000,- framlög frá aðildarsveitarfélögum eru áætluð kr. 41.051.000 eða tekjur samtals að upphæð kr. 58.217.000- kr. Gjöld, launakostnaður, kr. 38.634.000 og gjöld alls 58.217.000.
Verkefni framundan:
Gert er ráð fyrir að viðburðadagskrá ársins ljúki eins og stefnt var að, þá er hluti starfsfólks Minjasafnsins að fara viku námsferð til Edinborgar.
Önnur mál:
Formaður þakkaði Guðrúnu Maríu safnstjóra fyrir að koma á sýningunni í Syðstabæjarhúsinu í Hrísey á síðast liðnu sumri og sömuleiðis aðkomu hennar að sýningunni Kirkjur Íslands sem haldin var í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá þakkaði safnstjóri Guðrúnu Kristjánsdóttur fyrir aðstoð við bókhald safnsins.
Næsti fundur ákveðinn 26. september nk. kl. 17:00.
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin skrifuð eftir minnisblaði.
Margrét S. Jóhannsdóttir
-fundarritari-