Dagskrá stjórnarfundar 16. janúar 2008
Stjórnarfundur í Minjasafninu á Akureyri 16. janúar 2008
í Minjasafninu Aðalstræti 58 kl. 18.
Mætt voru: Kristján, Guðrún Kr., Baldvin, Ragnheiður, Margrét og Guðrún María safnstjóri.
Gjörðir fundarins voru:
Verið er að undirbúa ljósmyndasýningu sem opna á 2. febrúar nk., til 2. maí.
Vetraríþróttasýning og/eða ljósmyndasýning á Ráðhústorgi 14-31. mars.
Sumarsýning í Kirkjuhvoli, Matur-myndir og munir, 311. maí til 18. október.
Í Laufási ljósmyndasýning og sýning á gripum sem fundust við fornleifauppgröft
þar 1999.
Breytingar í Nonnahúsi fyrir sumarið.
Sýning um Kirkjuhvol, Gunnhildi og Baldvin Ryel og sögu Minjasafnsins dagana 25. okt. út árið.
Jólagluggi Minjasafnsins í miðbænum frá 1. des.
a. Lögð var fram beiðni um þáttöku í ritinu Ísland 2010, atvinnulíf og menning.
Beiðninni hafnað.
b. Ákveðið að halda þorrablót Minjasafnsins í Laufási 15. febr. nk.
c. Næsti fundur ákveðinn 30. jan. 2008.
Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið, fundargerð samþykkt.
Margrét Jóhannsdóttir fundarritari.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30