Stjórn Minjasafnsins á Akureyri kom saman til fundar í Minjasafninu miðvikudaginn 20. september 2006.
Gjörðir fundarins voru:
Formaður setti fund og bauð stjórnarmenn velkomna.
1. Fundargerð síðasta fundar 6. september 2006 borin upp og samþykkt.
2. Lagt fram yfirlit yfir ráðstöfunarfé og áætlaða rekstrarniðurstöðu ársins 2006. Stjórnin samþykkir að framkvæma á þessu ári 5 liði á framkvæmdaáætlun, smíði handriðs úti og inni, svalatröppur, gerð nýrrar heimasíðu, kaup á hugbúnaði, kaup á búnaði í geymslur á Naustum.
3. Lögð fram drög að fjárhagsáætlun ársins 2007. Reiknað er með tekjum að upphæð kr. 17.361.000. Þá er reiknað með gjöldum að upphæð kr. 56.466.458.- og þar af launakostnaður að upphæð kr. 29.032.858.- Samþykkt.
4. Lögð fram drög að rammaáætlun fyrir árin 2006 til 2010 og hún rædd.
5. Önnur mál
a Bréf barst frá Hrauni í Öxnadal ehf dagsett 3. september 2006 um málefni félagsins. Guðrúnu safnstjóra falið að tala við aðstandendur félagsins.
Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið
Fundarritari Margrét S. Jóhannsdóttir
Á fundinn mættu:
Kristján Ólafsson, Baldvin Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Ragnheiður Jakobsdóttir og Margrét S. Jóhannsdóttir
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30