Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri mánudaginn 23. apríl 2007
í Minjasafninu Aðalstræti 58.

 

Mætt voru Kristján Ólafsson, Ragnheiður Jakobsdóttir, Baldvin Sigurðsson, Guðrún Kristjánsdóttir og Margrét S. Jóhannsdóttir einnig safnstjóri Guðrún María Kristinsdóttir.

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna.

 

Gjörðir fundarins voru:

 
  1. Undirbúningur fyrir aðlfund Minjasafnsins sem halda á 26. apríl nk. Formaður þakkaði Guðrúnu safnstjóra og starfsfólki hennar fyrir frábæra ársskýrslu fyrir árið 2006 sem þau hafa unnið og lögð verður fram á aðalfundinum. Formaður leggur til að frá stjórn  verði lögð fram svohljóðandi tillaga á aðalfundinum, Stjórn Minjasafnsins á Akureyri óskar eftir að Héraðsnefnd Eyjafjarðar endurskoði framlag sitt til safnsins með hliðsjón af endurskoðaðri fjárhagsáætlun þess fyrir árið 2007. Stjórnin óskar eftir framlagi að upphæð kr. 3.000.000.- vegna þessa. Einnig að Héraðsnefndin leggi til kr. 651.000.- til að mæta skuld við Prestssetrasjóð vegna lagningar vatnsveitu frá árinu 2001. Samþykkt.
  2. Liður 6 á aðalfundi er einungis leiðrétting á stofnskrá Minjasafnsins en ekki breyting þar sem Akureyrarbær og Hríseyjarhreppur hafa sameinast.
  3. Vegna fundar með bæjarstjóranum á Akureyir er formaður ekki bjartsýnn á nánustsu framtíð Hákarlasafnsins í Syðstabæjarhúsinu í Hrísey hvað sýningu varðar, engir fjármunir eru ætlaðir til þessa verkefnis á árinu. Búið er að mála húsið að innan og farið verður í lóð og verönd nú í vor. Stjórn er sammála um að ekki komi til greina að húsið standi autt í sumar og ætlar að leita allra leiða til að svo verði ekki. Guðrúnu safnstjóra var falið að tala við Ásgeir Halldórsson um hvort stjórn Minjasafnsins megi sjá um að koma upp sýningu í húsinu nú í vor. Einnig að auglýsa eftir munum í safnið.
  4. Gjaldskrá Minjasafnsins lögð fram og samþykkt.
 

Fleira ekki fyrir tekið, fundargerðin skrifuð eftir minnisblaði, fundi slitið.

  

                                                                       Margrét S. Jóhannsdóttir

                                                                                  fundarritari