Stjórnarfundur í Minjasafninu á Akureyri miðvikudaginn 23 maí 2007
í Minjasafninu Aðalstræti 58 kl. 18:00

 

Mætt vour Kristján Ólafsson, Margrét S. Jóhannsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir, Baldvin Sigurðsson og Ragnheiður Jakobsdóttir, einnig Guðrún María Kristinsdóttir safnstjóri.

 

Gjörðir fundarins voru:

  1. Ákveðið að senda bréf til Héraðsnefndar Eyjafjarðar sem inniheldur tillögu sem áður hafði verðið borin upp á aðalfundi Minjasafnsins, þar sem farið er fram fjárstyrk fyrir Minjasafnið. Valtýr Sigurbjarnarson mun bera tillöguna fram og útskýra beiðnina.
  2. Samningur við Iðnaðarsafnið á Akureyri verður ekki endurnýjaður eins og fyrirhugað var, búið er að ráða mann í hálfa stöðu við safnið. Fyrri samningur milli Minjasafnsins og Iðnaðarsafnsins verður gerður upp 1. júní nk.
  3. Ákveðið er að setja upp sýningu í Syðstabæjarhúsinu í Hrísey nú í sumar settir verða upp munir sem eru til í Hrísey þá var einnig ákveðið að auglýsa í Dagskránni eftir munum og myndum sem setja má upp í húsinu. Þá verður sett upp verk eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur. Ákveðið að stjórnin fari vinnuferð til Hríseyjar 9. júní nk.
  4. Safnstjóri greindi frá því að Akureyrarstofa ætli að setja á laggirnar nefnd til að móta stefnu Akureyrarbæjar í safna og húsamálum á Akureyri.
  5. Lagði safnstjóri fram minnisblað með áætluðum gjöldum Minjasafnsins á árinu 2007 og það sem komið er 23. maí og virðist allt vera í góðu jafnvægi miðað viðáætlun ársins.
  6.  Guðrún María sagði frá ferð sem hún fór til Grenivíkur greindi hún frá því að búið er að stofna Útgerðarminjasafn á Grenivík um gamla beitingaskúrinn Hlíðarenda sem á að verða safn um línuútgerð á staðnum en mikil hefð hefur verið um línuútgerð á Grenivík allt frá byrjun síðustu aldar.
  7. Guðrún María sagði því að sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar hefði óskað eftir fundi þar sem rædd yrðu safnamál í Eyjafjarðarsveit. Var því vel tekið af hálfu Minjasafnsstjórnarinnar.

Fleira var ekki rætt, fundargerðin skrifuð eftir minnisblaði.

Fundi slitið kl. 19:30

                                               Margrét S. Jóhannsdóttir

                                                       -fundarritari-