Fundur í stjórn Minjasafnsins á Akureyri, Aðalstræti 58

fimmtudaginn 31. ágúst kl. 17.

  

Dagskrá:

 
  1. Stjórn skiptir með sér verkum, í samræmi við 5. gr. stofnskrár Minjasafnsins.
  2. Kynning á stofnskrá Minjasafnsins frá 2. júní 2004.
  3. Fundir stjórnar, boðun og fundarsköp, sbr. 6. gr. stofnskrár.
  4. Kynning á Minjasafninu, starfsfólk, húsnæði í Aðalstræti og á Naustum.
  5. Önnur mál.

Fundargerð.

  

Stjórn og varastjórn Minjasafnsins kom saman til fundar í Aðalstræti 58

fimmtudaginn 31. ágúst 2006.

 
  1. Aldursforseti Kristján Ólafsson setti fund og bauð fólk velkomið. Þetta er fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar.

Í samræmi við 5. gr. stofnskrár Minjasafnsins óskaði aldursforseti eftir tilnefningum til stjórnarformanns, varaformanns og ritara.

Formaður stjórnar var kjörinn Kristján Ólafsson, varaformaður Ragnheiður

Jakobsdóttir og ritari Margrét Jóhannsdóttir.

 
  1. Safnstjóri dreifði ljósritum af stofnskrá og lásu fundarmenn hana yfir saman.

Tvær spurningar vöknuðu, hvort ekki þyftir að breyta 2. gr. í samræmi við

samruna Akureyrar og Hríseyjar, og hvort ákvæði 3ðju greinar næðu yfir fornleifarannsóknir á vegum Minjasafnsins.

 
  1. Stjórn ákvað fastan fundartíma, fyrsta miðvikudag hvers mánaðar kl. 18.

Safnstjóri undirbýr fundi í samráði við stjórnarformann og sendir út dagskrá og

fundargögn með 2ja daga fyrirvara. Fundargerðir eru sendar í tölvupósti daginn eftir fund til aðal- og varastjórnar, Héraðsn. Eyjafjarðar (frkvstj) og til aðildar-

sveitarfélaga Minjasafnsins.

Þær eru líka settar á heimasíðu safnsins.

 
  1. Safnstjóri greindi frá aðalatriðunum í starfi safnsins og starfsfólki, starfshlutfalli og helstu verkefnum hvers og eins.

Þá sleit formaður fundi og haldið var í skoðunarferð um húsnæði og geymslur safnsins.

 

Safnstjóri sýndi húsakynnin í Aðalstræti og geymslur á Naustum. Í því sambandi

urðu umræður um framtíðar húsnæðisþörf Minjasafnsins.

Næsti fundur var ákveðinn miðvikudaginn 6. sept. kl. 18.

  

Á fundinn mættu:

Kristján Ólafsson.

Ragnheiður Jakobsdóttir

Baldvin Sigurðsson

Guðrún Kristjánsdóttir

Jón Erlendsson

Agnes Arnardóttir

Guðrún Kristinsdóttir safnstjóri.