Garður í Gilinu

Efst í Grófargili, eða Listagilinu, suður af Frímúrarahúsinu stóð býlið Garður. Húsið reisti Magnús Jónsson ökumaður (1871-1919) árið 1902 ásamt konu sinni Margréti Sigríði Sigurðardóttur (1873-1912). Magnús tók sér ýmislegt fyrir hendur, kenndi skrift við barnaskólann á Oddeyri, var verslunarmaður hjá Laxdal, færði  verslunarbækur og vann einnig við akstur. Magnús var gjaldkeri í fyrstu stjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar.

Magnús var alinn upp af móður sinni,  brjóstveikur og þoldi illa erfiðisvinnu. Sonur Magnúsar og Margrétar var Sigursteinn Magnússon framkvæmdarstjóri SÍS í Leith í Skotlandi. Sonur hans og Ingibjargar Sigurðardóttur var Magnús Magnússon víðfrægur fjölmiðlamaður hjá BBC.

Akureyrarbær eignaðist húsið 1955 og leigði út.  Húsið Garður var líklega rifið 1967.

 

Garður í GilinuGarður 2

Garður í Gilinu