Það er ekki einfalt að fá fólk til að breyta hegðun. Hvað þá aksturstefnu. Þegar ákveðið hafði verið að skipta úr vinstri yfir í hægri umferð fór af stað mikil upplýsingaherferð. Kannski sú fyrsta sem slík. Eitt af því sem var til fundið var að búa til einkennislag H-dagsins sem var 26. maí 1968.
Efnt var til samkeppni um besta lagið en textann samdi Kristján frá Djúpalæk. Poppstjarnan Raggi Bjarna söng öll lögin með hljómsveit sinni en lögin hétu öll … H-lagið. Höfundar laganna sex sem bárust í keppnina voru Birgir Marinósson, Birgir Helgason, Magnús Pétursson, Sigfús Halldórsson, Jón Múli Árnason og Þorvaldur Halldórsson sem bar sigur úr býtum samdi Þorvaldur Halldórsson.
Segja má að samkeppnin hafi verið með akureyskum brag. Stór hluti þátttakenda var annað hvort búsettur eða fæddur á Akureyri; Kristján frá Djúpalæk, Þorvaldur Halldórsson, Birgir Marinósson og Birgir Helgason og Magnús Pétursson.
Hér má hlýða á þátt Unu Margrétar Jónsdóttur, „Hægri umferð í tónum“ þar sem lögin eru leikin.
Fyrsta erindi úr texta Kristjáns frá Djúpalæk:
Bókstaf þann sem heitir H
hafa skal í minni.
Merkið víða munu sjá
menn á vegferð sinni.
Boðskap flytja okkur á
öllum þetta bláa H
Er þú ekur veginn –
aktu hægra megin.
Þær heimildir sem stuðst var við og fleiri þar sem hægt er að lesa sér frekar til um efnið:
Una Margrét Jónsdóttir. „Hægri umferð í tónum.“ RÚV. Sótt 25. maí 2023. https://www.ruv.is/frettir/menning-og-daegurmal/haegri-umferd-i-tonum
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30