17. ágúst 1907 heimsótti Friðrik VIII konungur Akureyri með fríðu föruneyti, þannig var krónprinsinn með í för, síðar Kristján X síðasti konungur Íslands.
Á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar stendur:
„Á Akureyri er reist heiðurshlið í tilefni heimsóknarinnar og heilsar konungur upp á fyrirmenn bæjarins og borðar kvöldverð í Samkomuhúsinu. Þaðan er ferðinni heitið að Hrafnagili þar sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson heldur ræðu ásamt fleirum. Konungur fer á hestbak. Ferð konungs var farin til að endurgjalda heimsókn Alþingis Íslands til Danmerkur 1906. Konungur tók fjölda ráðamanna og leiðtoga með sér í förina. Heimsóknin náði þó ekki að þagga niður kröfur Íslendinga um fullt sjálfstæði frá Dönum.“
Hér má sjá 4 mín kvikmynd frá komu Friðriks VIII konungs Danmerkur og Íslands 1907
Heimild:
https://www.danmarkpaafilm.dk/film/kong-frederik-viii-besoeger-island
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30