konungskoman1907

17. ágúst 1907 heimsótti Friðrik VIII konungur Akureyri með fríðu föruneyti, þannig var krónprinsinn með í för, síðar Kristján X síðasti konungur Íslands.

Á vef Dönsku kvikmyndastofnunarinnar stendur:

„Á Akureyri er reist heiðurshlið í tilefni heimsóknarinnar og heilsar konungur upp á fyrirmenn bæjarins og borðar kvöldverð í Samkomuhúsinu. Þaðan er ferðinni heitið að Hrafnagili þar sem þjóðskáldið Matthías Jochumsson heldur ræðu ásamt fleirum. Konungur fer á hestbak. Ferð konungs var farin til að endurgjalda heimsókn Alþingis Íslands til Danmerkur 1906. Konungur tók fjölda ráðamanna og leiðtoga með sér í förina. Heimsóknin náði þó ekki að þagga niður kröfur Íslendinga um fullt sjálfstæði frá Dönum.“

Hér má sjá 4 mín kvikmynd frá komu Friðriks VIII konungs Danmerkur og Íslands 1907

Heimild:

https://www.danmarkpaafilm.dk/film/kong-frederik-viii-besoeger-island