Á Akureyri var ilmur af iðnaði. Á Hvannavöllum mátti finna lykt af súkkulaði, brenndum kaffibaunum eða brugguðu öli. Svo ekki sé minnst á peningalyktina. Allt eftir því hvernig vindurinn blés.
Iðnaður einkenndi bæinn um áratuga skeið. Í Grófargili var framleidd næring fyrir líkama úr mjólk þar sem nú er framleidd andleg næring í Listagilinu. Þar sem nú eru verslunarmiðstöðvar voru framleiddar ullarvörur og málning sem voru sendar um land allt og út fyrir landsteinana, .
Það voru nefnilega mikil sannindi í texta Kristjáns frá Djúpalæk sem hljómsveit Ingimars Eydal flutti svo eftirminnilega „Við höfum Lindu, við höfum KEA og heilsudrykkinn Thule, Amaro og SÍS …“. Á Akureyri var hægt að fá allt sem þurfti fyrir heimilið og heimilisfólkið; fatnað, matvöru, hreinlætisvörur, gos og öl, húsgögn, málningu, innréttingar. Akureyringar voru stoltir af því að versla vörur sem framleiddar voru í bænum jafnvel af viðskiptavininum sjálfum. Ef ekki þá örugglega af einhverjum sem viðkomandi þekkti.
Á ljósmyndasýningunni Iðnaðarbærinn Akureyri gefur að líta 130 ljósmyndir úr sögu fjölmargra en þó langt í frá allra iðnfyrirtækja sem hér störfuðu og starfa sum enn. Á sýningunni eru margar litmyndir en starfsfólk Minjasafnsins hefur gert allar litmyndir safnsins stafrænar síðustu mánuði.
Sýningunni er einnig ætlað að safna minningum og sögum þeirra sem unnu á þessum fjölbreyttu vinnustöðum. Í þeim eru ekki síður fólginn verðmæti sem vert er að safna. Sannarlega sýning þar sem bæði er hægt að hverfa aftur í tímann eða uppgötva Akureyri sem þú aldrei þekktir.
Opið daglega frá 13-16 og jafnframt verður opið á Iðnaðarsafninu á sama tíma næstu helgar þó unnið sé þar að breytingum.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30