Þórdís Gísladóttir og Kristín Svava Tómasdóttir flytja eigin verk og spjalla við gesti í stofu Davíðshúss.
Þórdís Gísladóttir er afkastamikill rithöfundur og þýðandi. Hún hefur sent frá sér ljóðabækur, barna- og unglingabækur og kennslubækur ásamt fjölda þýðinga.
Fyrsta ljóðabók Þórdísar, Leyndarmál annarra, hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2010 í kjölfarið sendi hún frá sér nokkrar ljóðabækur sem margar hverjar hafa verið ófáanlegar. Þá hefur hún skrifað barna- og unglingabækur, smásögur og kennslubækur.
Þórdís hefur hlotið Fjöruverðlaunin, bókmenntaverðlaun kvenna, fengið þrjár tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, hún hefur tvisvar hlotið tilnefningu til íslensku þýðingarverðlaunanna og ljóðabókin Óvissustig hlaut tilnefningu til Maístjörnunnar fyrir bestu íslensku ljóðabókina sem kom út árið 2016.
Kristín Svava er bæði sagnfræðingur og ljóðskáld. Hún hefur einnig lagt stund á þýðingar og birt ljóðaþýðingar í ýmsum tímaritum. Þá hefur hún samið söngtexta, t.d. fyrir plötuna Ávarp undan sænginni, með Tómasi R. Einarssyni og Ragnhildi Gísladóttur.
Þessum hlutverkum blandar hún stundum saman ekki síst í ljóðabókinni Hetjusögur sem kom út árið 2020 og var tilnefnd til Fjöruverðlaunanna. Ljóðin byggir hún á frumlegri endurvinnsla á ritinu Íslenskar ljósmæður sem kom út á sjöunda áratugnum. Í ljóðunum opnast gátt inn í horfinn tíma „þaðan sem streyma lýsingar af hetjudáðum þessara ljósmæðra sem létu hvorki ófærð né veðurofsa hamla för sinni. Ennfremur er hin góða, fórnfúsa kona dregin mjög skýrum dráttum. er vel heppnuð og skilar sér í margslungnum og mögnuðum texta.“ Eins og segir í tilnefningunni.
Kristín Svava hefur hlotið ýmsar tilnefningar fyrir verk sín. Hún hlaut Viðurkenningu Hagþenkis fyrir fræðiritið Stund klámsins árið 2019 og árið 2023 hlaut hún Fjöruverðlaunin í flokki fræðarita fyrir Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25.
Hún hefur verið tilnefnd í tvígang til íslensku bókmenntaverðlaunanna, árið 2022 fyrir Farsótt: Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 og árið 2020 sem einn ritstjóra Konur sem kjósa
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30