Íbúðarhús Hendriks Schiöths, Aðalstræti 6. Á palli framavið húsið standa Hendrik Schiöth og Oddur C. Thorarensen, en á hestbaki eru Alma Thorarensen, fædd Schiöth, og Olga systir hennar. Ofar er „smiðjan“ Ráðhússtígur 2, þar fyrir ofan Ráðhúsið, sem byggt var árið 1874. Í þessu húsi, sem jafnframt var tukthús, voru bæjarstjórnarfundir haldnir. Amtsbókasafnið var einnig í Ráðhúsinu til 1906.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30