Hafnarstræti 100, verslunarhús Richards N. Brauns, þýsk kaupmanns frá Hamborg. Verslunin var stofnuð í Reykjavík árið 1904 en útibú á Akureyri 1909. Árið 1919 flutti Braunsverslun í Hafnarstræti 106, en Baldvin Ryel sem verið hafði þar verslunarstjóri stofnaði eigin verslun í Hafnarstræti 100. Í húsinu var um langt árabil Hótel Gullfoss, sem rekið var með miklum myndarskap. Jónas Gunnarsson og Sigtryggur Jóhannesson byggðu Hafnarstræti 100 og ráku þeir timbursölu í austurendanum. Þar var líka mikill þurrkklefi fyrir timbur og þess vegna var þessi óvenju hái reykháfur á húsinu. Það brann árið 1945.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30