Hótel Oddeyri, Strandgata 1, sem Anton Jónsson reisti árið 1904. Hótelið var þar um langt árabil, en síðar skiptist húsið á fleiri eigendur. Árið 1924 eignaðist Jón Sigurðsson, ljósmyndari, efri hæðina og rak þar ljósmyndastofu í mörg ár. Hann var nemandi Hallgríms Einarssonar í iðninni. Hjá honum unnu Vigfús Friðriksson og Vigfús Sigurgeirsson, en þeir voru einnig nemendur Hallgríms. Síðar eignaðist Óskar Sæmundsson kaupmaður neðri hæðina og rakverslunina Esju á jarðhæð. Húsið var rifið árið 1949. ̶ Á bakvið sér á Brekkugötu 2, hús Valdemars Thorarensen, sem byggt var árið 1904 og rifið 1962.
Minjasafnið á Akureyri, Minjasafnskirkjan og Nonnahús opið daglega 13-16
Iðnaðarsafnið opið daglega 13-16
Laufás lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Leikfangahúsið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Davíðshús lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Smámunasafnið lokað nema fyrir fyrirfram bókaða hópa
Opið fyrir skólahópa frá kl. 8:30