03.07.2014
Laufáshópurinn glæðir Gamla bæinn Laufási lífi sunnudaginn 6. júli milli 14 og 16. Sýnd verða sumarverkin á í sveitinni. Pólarhestar verða með ljúfa hesta og hægt að stíga á bak. Special activity at the Old turfhouse Laufas on Sunday July 6th between 2 and 4 am. Members from the Laufas-group will show how work was done in the old days. Icelandic ponies from Pólarhestar ready for a short ride around the turfhouse.
Lesa meira
24.06.2014
Upp úr tjörninni við Minjasafnið á Akureyri og garði þess spretta nú skrímsli sem eiga fætur sínar og hala að rekja til landakorta sem eru á sýningunni Land fyrir stafni- Íslandskort 1547-1808. Skrímslin ætla að ganga á land fimmtudaginn 26. júní kl. 20 við Minjasafnstjörnina á Akureyri. Þar sem sæskrímsli eiga erfitt með að hreyfa sig á landi verður þeim hjálpað síðasta spölinn á Minjasafnið þar sem þau taka sér nú bólfestu á sýningunni. Gengið verður í hersingu við hljómfagra tónlist með dansandi hreyfilistafólki , blásurum, trumbuleikurum og ýmsum smáskrímslum.Enginn aðgangseyrir.
Lesa meira
17.06.2014
Söngur hrafnanna hlaut Grímuna í flokknum besta útvarpsleikritið 2014. Leikritið er eftir ungt leikskáld Árna Kristjánsson í leikstjórn Viðars Eggertssonar og hljóðmynd eftir Einar Sigurðsson. Leikritið fjallar um Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og heimsókn vina hans Páls Ísólfssonar og Árna Kristjánssonar píanóleikara í Bjarkarstíg 6. Verkið verður endurflutt sunnudaginn 22. júní á Rás 1 kl. 13:00.
Lesa meira
13.06.2014
Hluti af sýningunni Með augum fortíðar eru myndir sem teknar verða af myndasmiðnum Herði Geirssyni.Teknar verða tvær myndir í mánuði í júní til september þegar veður og aðstæður eru réttar!Hörður verður með sín tæki og tól við Ráðhús Akureyrar kl. 12 laugardaginn 14. júní að taka votplötuljósmyndir. Allir velkomnir að fylgjast með óvenjulegri myndatöku.
Lesa meira
14.05.2014
Einn af fjársjóðum safnsins eru Stoðvinir safnsins. Félagið og félagsmenn styðja við starfsemi safnsins og mæta á viðburði safnsins. Í dag gefst tækifæri til að kynnast starfi safnsins. Fundað verður í fjölnotarými safnsins milli 5 og 6 miðvikudaginn 14. maí. Allir velkomnir.
Lesa meira
09.05.2014
Þar sem salir safnsins eru nú helteknir af málningargufum og smíðavinnu fyrir komandi sýningar verður safnið lokað til 31. maí n.k.Í júní opna tvær nýjar sýningar: Land fyrir stafni! Erlend Íslandskort frá 1550-1800. Schulte collection. og Með augum fortíðar. Akureyri ljósmynduð með tækni 19. aldar.Fylgist með á facebooksíðu safnsins. The museum will be closed until May 31. due to work on new exhibitions. Our summer exhibitions are:Land ahoy! Maps of Iceland from 1550-1800. Schulte collection. A view from the past. Modern Akureyri through the lens of the 19th century.
Lesa meira
30.04.2014
Minjasafnið - Votplötuljósmyndun. Hörður Geirsson Minjasafnið - Meistari í málun friðaðra kirkna. Snorri Guðvarðarson 14-16 í Minjasafninu og Minjasafnskirkjunni. Minjasafnið - Landakortagerð - kíktu á heiminn. Falinn hlutur - Skemmtilegar sýningar.Í Sigurhæðum taka Stoðvinir Minjasafnsins á móti gestum. Í Davíðshúsi verður leiðsögn um húsið.Gamli bærinn Laufás - Brúðurin í brúðarhúsinu.
Lesa meira