17.06.2015
Þessi skemmtilega mynd kemur úr safni Ferðafélags Akureyrar og er tekin á 7. áratugnum.
Lesa meira
16.06.2015
Fyrsta konan sem kaus til sveitarstjórnar á Íslandi, Maddama Vilhelmína LeverVilhelmína var fædd 1. mars 1802, dáin 19. júní 1879. Hún var dóttir Þuríðar Sigfúsdóttur og Hans Vilhelms Lever kaupmanns á Akureyri, sem kenndi Akureyringum kartöflurækt.Merkiskonan Vilhelmína, sem var kölluð „borgarinna“ eða „höndlunarborgarinna, hefur fram að þessu ekki farið hátt eða verið umrædd í sagnfræðiritum. Hún fór þó sjaldan troðnar slóðir sem ætlaðar voru konum. Þannig keypti hún sér lóð 1835 og hóf verslunarrekstur ári síðar. Árið 1861 opnaði hún veitingasölu á Oddeyri og rak hana um árabil, var hún þá gjarnan kölluð „Vertshús-Mína“. Í fyrstu sveitastjórnarkosningunum tókst henni að greiða atkvæði fyrst kvenna.Um þessa merku konu verður fjallað í göngu 18. júní sem hefst við Laxdalshús kl. 20.
Lesa meira
15.05.2015
Safnaklasi Eyjafjarðar hefur opnað samsýningu 18 safna og sýninga á Eyjafjarðarsvæðinu í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Sýningin í ár opnar í tengslum við íslenska safnadaginn sem er sunnudaginn 17. maí og alþjóðlega safnadaginn þann 18. maí. Söfnin sýna gripi úr sínum fórum sem tengjast konum á einn eða annan hátt en þannig tengja söfnin í Eyjafirði við 100 ára afmæli kosningarréttar kvenna í ár. Hvað skyldi Síldarminjasafnið á Siglufirði eða Iðnaðarsafnið á Akureyri sýna sem tengist konum? Eða þá Davíðshús og Flugsafn Íslands? Á sýningunni eru margir forvitnilegir hlutir dregnir fram og bera þeir vitni um fjölbreyttni safnanna við Eyjafjörð.
Lesa meira
10.04.2015
Stofa kortagerðarmannsins - The Cartographer's activity roomopið daglega / Open daily 13-16
Lesa meira
10.04.2015
Opið daglega / Open daily 13-16
Lesa meira