06.01.2015
Íþróttafélagið Þór hefur staðið fyrir brennu um áramót frá 1915 og Þrettándagleði frá 1917. Í kvöl 6. janúar verður miklu tjaldað til enda fagnar félagið 100 ára afmæli á árinu. Ljósmynd úr safni Dags. Skoða myndir
Lesa meira
14.12.2014
Opið/Open kl. 13-16 23. & 27.-30 desemberOpnum aftur 2. janúar
Lesa meira
06.11.2014
Föstudaginn 7. nóvember kl. 17:30, mætir Hási kisi og flytur eigin ljóð. Ekki er um eiginlegan kött að ræða heldur föngulegan hóp ljóðskálda af Austurlandi sem hefur staðið fyrir eða tekið þátt í fjölmörgum ljóðaviðburðum og –hátíðum síðan 2008. Hópinn Hása kisa fylla þau Ingunn Snædal, Hrafnkell Lárusson, Ásgrímur Ingi Arngrímsson og Stefán Bogi Sveinsson. Meðlimir hópsins hafa verið dugmikilir á ljóðasviðinu, gefið út níu bækur og eiga þeir tveir síðast töldu glænýjar ljóðabækur í betri bókabúðum. Stefán Bogi gefur út bókina Brennur og Hrafnkell Ég leitaði einskis ... og fann. Davíð Stefánsson tekur sjálfur óbeinan þátt í viðburðinum. Upptökur af ljóðalestri hans óma úr viðtækjum. Betra upphaf af helgarfríi er vart hægt að hugsa sér!
Lesa meira
06.11.2014
Fimmtudaginn 6. nóvember kl. 19 verður útvarpsleikritið Söngur hrafnanna eftir Árna Kristjánsson flutt í stofum Davíðshúss við Bjarkarstíg 6. Húsið er einmitt sögusvið þessa verðlaunaleikrits sem Viðar Eggertsson leikstýrði. Sannkallað eyrnakonfekt.
Lesa meira
31.10.2014
Nú um helgina er síðasta tækifærið til að skoða ljósmyndasýninguna MEÐ AUGUM FORTÍÐARLaugardaginn 1. nóvember kl. 14:30 mun Hörður Geirsson leiða gesti í allan sannleikann um ljósmyndatæknina sem notuð var á tímabilinu 1850 -1880 og var kölluð votplötutækni. Hann hefur tekið myndir af heimabæ sínum með þessari tækni og á sýningunni má sjá afraksturinn.
Lesa meira