Þjóðbúningadagar á Minjasafninu um helgina

Þjóðbúningadagar verða haldnir í Minjasafninu á Akureyri helgina 9. til 10. nóvember milli kl. 13 og 17. Þeir eru haldnir í samstarfi við Heimilisiðnaðarfélag Íslands, sem fagnar 100 ára afmæli í ár og Handraðans, sem er félagsskapur fólks í Eyjafirði sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á íslenskum þjóðháttum. Þjóðbúningadagar hefjast á námskeiði í gerð undirpilsa fyrir þjóðbúninga, sem Oddný Kristjánsdóttir, klæðskerameistari og kennari hjá Heimilisiðnarfélagi Íslands stýrir, en fjöldi kvenna vinnur nú í því “að koma sér upp búning” eins og það hefur verið kallað í gegnum tíðina. Laugardaginn 9. nóvember kl. 13 opnar sýning á þjóðbúningum og munum þeim tengdum í eigu Minjasafnsins auk búninga í eigu Heimilisiðnaðarfélagsins og faldbúningum í vinnslu frá konum í Handraðanum. Þá verður örsýning frá Júlíu Þrastardóttur gullsmið um meðhöndlun á víravirkisskarti.  Solveig Theodórsdóttir, formaður Heimilisiðnaðarfélags Íslands flytur erindi í tengslum við 100 ára afmæli félagsins kl. 14 og Oddný Kristjánsdóttir heldur fyrirlestur um mismunandi gerðir íslenskra þjóðbúninga frá árinu 1750 til okkar daga kl. 15. Sunnudaginn 10. nóvember milli kl. 13 og 14 gefst almenningi kostur á að koma í Minjasafnið með þjóðbúninga og eða búningahluta og mun Oddný Kristjánsdóttir bjóða upp á greiningu á þeim. Í Safnbúð Minjasafnsins verða valdir munir og bækur tengdir þjóðbúningum íslenskra kvenna. Aðgangsmiði í safnið mun gilda alla helgina og tekið skal fram að þeir sem mæta í þjóðbúningum fá frítt inn.
Lesa meira

Opið um helgina - Norðurljós innanhúss! Komdu og sjáðu

Núna þegar snjórinn er kominn og dimmt er úti þá er tilvalið að skella sér inná Minjasafn til að kíkja á undurfögur norðurljós. Ljósmyndir teknar fyrr á árinu og málverk sem máluð voru 1899. Komdu og sjáðu! Yfir vetrartímann er safnið opið fimmtudag - sunnudaga kl 14-16.
Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Lesa meira

Viltu lána safninu jólatré?

Átt þú heimagert jólatré? Viltu lána það á jólasýningu safnsins sem opnar núna í aðventunni?  Jólatrén verða að sjálfsögðu "heima hjá sér" yfir sjálfa jólahátíðina. Ef þú vilt lána safninu tré eða veist um einhvern sem hugsanlega myndi vilja lána sitt jólatré á sýningu hafðu þá samband við Harald Þór Egilsson, safnstjóra, í síma 462-4162 milli kl 8 og 16 virka daga eða sendu honum tölvupóst á netfangið: haraldur@minjasafnid.is 
Lesa meira

Norðurljós úti og inni - opið á safninu fimmtudaga- sunnudaga kl 14-16

Undanfarið eru norðurljósin búin að dansa um himininn og heilla marga. Hér á safninu má einnig sjá norðurljós. Norðurljós sem Harald Moltke fangaði á striga árið 1899 og sem Gísli Kristinsson festi á ljósmynd í byrjun þessa árs. Kíktu á dýrðina. Safnið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14-16.
Lesa meira

Ábendingar streyma inn um muni í gegnum Sarp

Í tölvupósthólfi safnsins í dag mættu starfsmönnum þess 15 ábendingar og enn meiri upplýsingar um muni í safnkosti þess. Allar ábendingarnar voru  frá áhugasömum notendum nýja menningarsögulega gagnasafnsins www.sarpur.isVið þökkum afar góð viðbrögð og viljum hvetja alla til þess að kíkja endilega á vefinn, senda inn ábendingar og skoða sér til yndisauka og fræðslu. 
Lesa meira

Bókmenntakvöld tileinkað NONNA í Hannesarholti í Reykjavík.

Hannesarholt og Bókaútgáfan Opna standa fyrir bókmenntakvöldi í Hannesarholti í kvöld, mánudaginn 14. október,  klukkan 20. Þar verður fjallað um bókina Pater Jón Sveinsson – NONNI, eftir Gunnar F. Guðmundsson, sem hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin í flokki fræðirita og bóka almenns efnis á síðasta ári. Brynhildur Pétursdóttir, alþingismaður og fyrrum forstöðumaður Nonnasafns á Akureyri mun ræða við Gunnar um pater Jón Sveinsson, ævisöguritunina og Nonnabækurnar sem báru hróður höfundar um veröld víða. Gestir erru hvattir til að leggja orð í belg og spyrja þau Brynhildi og Gunnar spjörunum úr. Búast má við skemmtilegum og frjóum umræðum um þessa merku bók. Aðgangseyrir er 1.000kr. Gengið er inn frá Skálholtsstíg.www.hannesarholt.is
Lesa meira

Víravirkisskartgripir á afslætti á dömulegum dekurdögum

Í tilefni af dömulegum dekurdögum bjóða Minjasafnið á Akureyri og Júlía Þrastardóttir, gullsmiður, uppá 20% afslátt af víravirkisskarti hennar í línunni JULES. Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga í allan vetur. Hjartanlega velkomin.
Lesa meira