Gjöf frá dönsku veðurfræðistofnuninni afhent á laugardaginn

Á opnun sumarsýningarinnar Norðurljós - næturbirta norðursins afhenti Helgi Jóhannsson, konsúll Danmerkur á Íslandi, gjöf til safnsins fyrir hönd dönsku veðurfræðistofnunarinnar. Safnið þakkar fyrir merka gjöf en það voru steinþrykk myndir af 18 málverkum Haralds Moltke.
Lesa meira

Lesa meira

Sumaropnun í Laufási 1. júní

Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugardagin 1. júní kl 9 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar.  Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því kl 14 til 16  verður handverksfólk úr Þjóðháttafélaginu Handraðnum að störfum í Gamla bænum og starfsfólk Pólarhesta koma með hesta og teyma undir ungum gestum á flötinni.   Ungir sem aldnir geta svo sest niður eftir góðan dag í Kaffi Laufási með þjóðlegt bakkelsi og yndislegt útsýni yfir fjörðinn.   Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns. Gamli bærinn í Laufási er opinn í sumar daglega frá kl 9-17 til 1. september.
Lesa meira

Safnið LOKAÐ fram til 1. júní

Safnið er lokað vegna framkvæmda fram til 1. júní en þá OPNUM við sumarsýningu okkar NORÐURLJÓS - næturbirta norðursins.
Lesa meira

Sumarlestur og safnafjör - skráning hafin

Skráning er hafin á Sumarlestur - námskeið Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri sem ætlað er að stuðla að auknum lestraráhuga og söguvitund barna sem eru að ljúka 3. og 4. bekk.Boðið er upp á fjögur námskeið í júní og er hámark þátttakenda 20 börn á hvert námskeið.1. vika 10.- 14. júní kl. 9-12 og 13-162. vika 18.- 21. júní kl. 9-123. vika 24.- 28. júní kl. 9-12Skráning á námskeiðin er hjá Amtsbókasafni á netfangið herdisf@akureyri.is og námskeiðsgjald er 2.500 kr. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Rögnu safnfræðslufulltrúa Minjasafnsins á netfangið ragna@minjasafnid.is Skráning stendur til 27. maí 
Lesa meira

LOKAÐ um helgina /CLOSED this weekend

Það er lokað um helgina vegna breytinga.The museum is closed this weekend due to construction work.
Lesa meira

Lokað á morgun - Uppstigningardag /CLOSED may 9th.

Það er LOKAÐ á MInjasafninu á morgun, fimmtudaginn 9. maí, vegna breytinga.We have closed at the Akureyri Museum tomorrow 9th of May due to construction work.
Lesa meira

EYFIRSKI SAFNADAGURINN vel sóttur.

Það voru margir sem gerðu sér glaðan dag, síðastliðinn laugardag, þegar EYFIRSKI safnadagurinn var haldinn í sjöunda sinn.  Söfnin fengu hátt í 3000 heimsóknir.  Það er því greinilegt að íbúar í Eyjafirði og ferðafólk kann vel að meta það að geta farið á milli forvitnilegra og fróðlegra safna í Eyjafirði.  Sögulegt fólk var þema dagsins. Margir nýttu sér því þann fróðleik sem í boði var og kynntust fólki eins og Vilhelmínu Lever, Arthuri Gook, Sverri Hermannsyni, Agnari Kofoed Hansen, Stefáni Stefánssyni, Heidda, Sigríði Jónsdóttur, Óskari Halldórssyni, hjónunum frá Kleifum, Matthíasi, Jóhanni  Svardæling, Davíð og amtmanninum ásamt Jónum og Jónösum sem settu svip á samtíð sína. Samsýning safnanna í Eyjafirði „ Komið – skoðið“ sem opnuð var á eyfirska safnadaginn hefur nú þegar fengið mikla athygli og mun standa í Leyningi í Hofi til 22. ágúst.
Lesa meira

Lesa meira

KOMDU að lesa á ljósastaurum

Járnbækur hafa vakið athygli vegfarenda á leiðinni frá Amtsbókasafninu að Nonnahúsi á Akureyri.  Á síðum bókanna má finna brot úr völdum íslenskum barnabókum. Þannig getur fjölskyldan sameinað útivist og lestur. Bækurnar eru settar upp af Barnabókasetri Íslands sem hefur það að markmiði sínu að efla bóklestur barna og unglinga. Sumardaginn fyrsta kl 13.30 verður gengið fylktu liði frá Laxdalshúsi að Nonnahúsi og um leið verða bækurnar á ljósastaurunum lesnar.  Allir eru hjartanlega velkomnir!
Lesa meira