07.06.2013
Minjasafnið á Akureyri býður nú ferðalöngum, innlendum sem erlendum, upp á bæði dagskort og árskort. Dagskortin eru tilvalin fyrir ferðamenn sem eingöngu hafa einn dag til að fara um Akureyri og nágrenni. Það kostar 2.000 kr. og gildir á Minjasafnið og þau söfn sem því tilheyra, þ.e. Nonnahús, Davíðshús, Sigurhæðir og Gamla bæinn Laufás í Grýtubakkahreppi.Árskortið er tilvalið fyrir Akureyringa, Eyfirðinga, alla Íslendinga og annað áhugafólk um menningu okkar. Handhafi kortsins getur nýtt sér það og komið á fyrrgreind söfn oft á ári fyrir einungis 3.000 kr.Minjasafnið er opið daglega kl. 10-17 til 15. september. Nonnahús er opið daglega kl. 10-17 til 1. september. Davíðshús og Sigurhæðir eru opin virka daga kl. 13-17 til 1. september. Gamli bærinn Laufás er opinn daglega kl. 9-17 til 1. september.Hægt er að kaupa kortin m.a. á öllum fyrrgreindum söfnum, Upplýsingamiðstöð ferðamála í Hofi og Saga Travel.
Lesa meira
07.06.2013
Norðurljósin heilla marga enda litríkt og seiðandi náttúrufyrirbrigði. Dönsku leiðangursmennirnrir sem gerðir voru út árið 1899 af dönsku veðurfræðsstofunni komu til Akureyrar til að rannsaka norðuljósin. Sumarsýningin Norðurljós -næturbirta norðursins samanstendur af forvitnilegum fróðleik um norðurljósin, málverkum hins danska Haraldar Moltke frá 1899 og ljósmyndum Gísla Kristinssonar frá Ólafsfirði.Auk þess eru grunnsýningar safnsins: Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu.KOMDU Í HEIMSÓKN
Lesa meira
03.06.2013
Það voru góðir gestir sem komu á opnun sumarsýningar safnsins á laugardaginn.Norðurljósin heilluðu gesti á sýningunni. Myndir áhugaljósmyndarans Gísla Kristinssonar og málverk Haralds Moltke sýna vel hversu skemmtileg, litrík og einstök norðurljósin eru. Sagan á bak við norðurljósarannsóknir dönsku leiðangursmannanna tók á sig forvitnilega mynd með málverkum Moltkes og gerðu gestir góðan róm af.Minjasafnið er opið í sumar daglega kl 10-17.
Lesa meira
03.06.2013
Á opnun sumarsýningarinnar Norðurljós - næturbirta norðursins afhenti Helgi Jóhannsson, konsúll Danmerkur á Íslandi, gjöf til safnsins fyrir hönd dönsku veðurfræðistofnunarinnar. Safnið þakkar fyrir merka gjöf en það voru steinþrykk myndir af 18 málverkum Haralds Moltke.
Lesa meira
28.05.2013
Gamli bærinn í Laufási opnar dyr sínar upp á gátt laugardagin 1. júní kl 9 og býður velkomna alla þá gesti, innlenda og erlenda, sem leggja land undir fót í sumar. Sunnudaginn 2. júní er tilvalið að gera sér ferð í Laufás því kl 14 til 16 verður handverksfólk úr Þjóðháttafélaginu Handraðnum að störfum í Gamla bænum og starfsfólk Pólarhesta koma með hesta og teyma undir ungum gestum á flötinni. Ungir sem aldnir geta svo sest niður eftir góðan dag í Kaffi Laufási með þjóðlegt bakkelsi og yndislegt útsýni yfir fjörðinn. Gamli bærinn í Laufási er í umsjón Minjasafnsins á Akureyri en í eigu Þjóðminjasafns. Gamli bærinn í Laufási er opinn í sumar daglega frá kl 9-17 til 1. september.
Lesa meira
16.05.2013
Safnið er lokað vegna framkvæmda fram til 1. júní en þá OPNUM við sumarsýningu okkar NORÐURLJÓS - næturbirta norðursins.
Lesa meira
15.05.2013
Skráning er hafin á Sumarlestur - námskeið Amtsbókasafnsins og Minjasafnsins á Akureyri sem ætlað er að stuðla að auknum lestraráhuga og söguvitund barna sem eru að ljúka 3. og 4. bekk.Boðið er upp á fjögur námskeið í júní og er hámark þátttakenda 20 börn á hvert námskeið.1. vika 10.- 14. júní kl. 9-12 og 13-162. vika 18.- 21. júní kl. 9-123. vika 24.- 28. júní kl. 9-12Skráning á námskeiðin er hjá Amtsbókasafni á netfangið herdisf@akureyri.is og námskeiðsgjald er 2.500 kr. Nánari upplýsingar má nálgast hjá Rögnu safnfræðslufulltrúa Minjasafnsins á netfangið ragna@minjasafnid.is Skráning stendur til 27. maí
Lesa meira
10.05.2013
Það er lokað um helgina vegna breytinga.The museum is closed this weekend due to construction work.
Lesa meira