Opnunartími fram að jólum

það er opið á safninu 20.des - 23. des kl 14-16 og 27. des -30.des kl 14-16. Það er enginn aðgangseyrir í aðventunni. Kíkið við.
Lesa meira

Góð mynd gleður

Komdu og slappaðu af í notalegu andrúmslofti á safninu. Sýningar safnsins eru sveipaðar sögu fortíðar í máli, myndum og munum.Nú gefst gestum safnsins einstakt tækifæri til að kaupa innrammaðar svarthvítar myndir og örfáar litmyndir úr sýningunni Manstu - Akureyri í 150 ár , sem sett var upp í tilefni afmælis Akureyrarbæjar. Mynd í ramma kostar 8500 - tilvalin gjöf sem gleður bæði augu og hjarta.
Lesa meira

Kíktu í heimsókn á sýningar okkar og safnbúð!

Safnið er opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl 14-16. Enn er hægt að gera góð kaup á ljósmyndum úr sýningunni Manstu - Akureyri í myndum. Safnbúðin geymir forvitnilegar vörur sem eru tilvaldar  í jólapakkann fyrir vini og ættingja hérlendis sem erlendis. Hlökkum til að sjá þig.
Lesa meira

Táraðist við lestur ævisögu Nonna - gagnrýni í DV

Ingi Freyr Vilhjálmsson, blaðamaður á DV, skrifaði gagnrýni um bók Gunnars F. Guðmundssonar í DV 12. desember síðastliðinn. Hann segir bókina stórvirki og hann hafi oftar en einu sinni komist við og meira að segja tárast tvisvar við lesturinn. Hér má sjá hluta greinarinnar sem sýnilegur er öllum á DV.
Lesa meira

Ævisaga Nonna í Kiljunni

Bók Gunnars F. Guðmundssonar Pater Jón Sveinsson - Nonni var tekin fyrir í Kiljunni í gærkvöldi. Hún fékk góða dóma og ekki að ástæðulausu að hún er tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðibóka. Frásögn Gunnars var sögð hjartahlý og einlæg vel unnin og fagmennlega. Þetta er saga Nonna í víðu og heimssögulegu samhengi. Hér má sjá þáttinn á vef ríkissjónvarpsins. umfjöllunina um bókina má finna á 38.54 mínútu. þátturinn. Vert er að benda á að myndbrotið sem sýnt er af Nonna í þættinum er eign Nonnahúss og tekið í Valkenburg 1942.
Lesa meira

Lesa meira

Safnið er opið fimmtudaga - sunnudaga kl 14-16

Vilt þú eignast mynd úr sýningunni MANSTU - Akureyri í myndum? Enn er tækifæri - kíktu á sýninguna og farðu heim með þá mynd sem þér líst vel á fyrir aðeins 8500 kr. Minnum einnig á grunnsýningar safnsins Akureyri - bærinn við Pollinn og Eyjafjörður frá öndverðu. Safnbúðin er orðin jólaleg og þar má finna forvitnilegar vörur tilvaldar í jólapakka fyrir vini og ættingja innanlands sem utan. Hlökkum til að sjá þig!
Lesa meira

Unnið úr umsóknum 30 umsækjanda

Nú er verið að vinna úr umsóknum þeirra 30 umsækjanda sem sóttu um starf safnkennara við safnið. Búast má við að viðtöl verði tekin við hæfustu umsækjendur næstu tvær vikur eða fram til 20.des.
Lesa meira

Opið í aðventu - kíktu á sýningar safnsins!

Lesa meira

Viðtal við safnstjóra um Nonnabókina í fréttum RÚV

Mánudaginn 3.des birtist viðtal við Harald Þór Egilsson, safnstjóra Minjasafnsins og Nonnahúss, í fréttum RÚV þar sem umfjöllunarefnið er nýútkomin ævisaga Nonna eftir Gunnar F. Guðmundsson. Fyrir áhugasama má sjá hér sjá viðtalið
Lesa meira